vidhald 08 04 2016

20
Viðhald húsa FRÉTTATÍMINN Helgin 8.–10. apríl 2016 www.frettatiminn.is Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta aðferðin er að grafa holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna. 17 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. Steinsteypa Mynstursteypa Graníthellur Viðhaldsefni Stoðveggjakerfi Múrkerfi Einingar Gólflausnir Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í síma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. 4 400 400 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Smiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Húsið var hersetið af köngulóm Auður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrinn í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson

Upload: frettatiminn

Post on 27-Jul-2016

281 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Viðhald húsa, Fréttatíminn

TRANSCRIPT

Page 1: Vidhald 08 04 2016

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016www.frettatiminn.is

Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta aðferðin er að grafa holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna. 17Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar• Gólflausnir• Garðlausnir

Fjárfesting sem steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

4 400 4004 400 6004 400 6304 400 573

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Smiðjuvegi870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400www.steypustodin.is

Húsið var hersetið af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Page 2: Vidhald 08 04 2016

1Fá hlutlausan sér-fræðing til að meta

ástand eignarinnar og viðgerðaþörf.

2Við minni verk er hægt að óska eftir

tilboðum frá verktök-um byggðum á magn-tölum og verklýsingu. Við stærri verk fer yfir-leitt fram útboð.

3Meta þarf tilboðin í samhengi við út-

boðsgögnin, heildar-

verð, einingaverð, upp-setningu tilboðsins og verktíma.

4Þegar ákveðið hefur verið hvaða

tilboði skal taka, er gengið til samninga við viðkomandi verktaka. Seint verður nægjan-lega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða.

5Eftirlit með framkvæmd þarf

að vera í vel skil-greint og föstum farvegi og oft er ráð-inn til þess óháður aðili.

6 Lokauppgjör fer fram eftir

að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram.

Húseigendafélagið hefur gætt hagsmuna húseigenda í rúma níu áratugi

Húseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem fasteignin er íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð, leiguhúsnæði eða til eigin nota. Félagar eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög, þ.m.t. húsfélög í fjöleignarhúsum. Upphaflega var félagið fyrst og fremst hagsmuna-vörður leigusala og stöndugra fast-eignaeigenda í Reykjavík en í tím-ans rás hefur það orðið almennt landsfélag, meira í ætt við neyt-endasamtök og obbi félagsmanna er íbúðareigendur í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um 10.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félags-mönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum.

Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt, almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur, almenn fræðslustarfsemi og upplýsinga-miðlun, sem og ráðgjöf og þjónusta

við félagsmenn. Húsfundaþjónusta félagsins fel-

ur í sér aðstoð og ráðgjöf við undir-búning funda, þ.e. dagskrá, tillögur, fundarboð og fundarstjórn og ritun fundargerða. Þá býður félagið einn-ig upp á húsaleiguþjónustu.

Húseigendafélagið rekur sér-hæfða lögfræðiþjónustu fyrir félags-menn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjónustan hef-ur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi.

6 heilræði til húsfélaga í framkvæmdaham

Hagsmunagæsla fyrir húseigendur

Bryndís Guðjónsdóttir þjónustufulltrúi og Harpa Helgadóttir, skrifstofustjóri hjá Húseigendafélaginu.

HúseigendafélagiðHúseigendafélagið er til húsa að Síðumúla 29 í Reykjavík.Sími: 588-9567.Netfang: [email protected].

Á skrifstofunni eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Þar fást margvísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglu-gerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi.

www.huseigendafelagid.is Heimasíða félagsins er ný og endurbætt og hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um Húseigendafélagið, starfsemi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjalds-laust.

Þjónusta við félagsmenn Þjónusta félagsins er einskorðuð við félags-menn enda standa þeir undir starfsemi þess með félagsgjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og þiggur enga styrki. Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt. Árgjald einstaklings er 5.500 krónur en 3.500 krónur fyrir hvern eignarhluta þegar um húsfélög er að ræða. Skráningargjald, 4.900 krónur, er greitt er við inngöngu og felst í því viðtalstími við lögfræðing.

Mynd | Hari

Kannaðu ástand

gluggannaÞegar sumarið nálgast er tilvalið

að huga að þeim verkum sem bíða fyrir sumarið. Á vorin er gott að gera ástandsskoðun á timbri og málningu á gluggum. Til að meta hvort tími sé kominn til að mála er best að bregða málningarsköfu (eða svipuðu áhaldi) á málninguna næst glerinu. Ef máln-ingin lætur ekki undan þá er ástand gluggans í góðu lagi. Ef hún bólgnar

upp er hins vegar þörf á viðhaldi.

2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

BLIKKÁS –Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700

www.funi.is – www.blikkas.is

FRU

M -

ww

w.f

rum

.is

Þú nærð árangri með Plannja þakrennum

ÞAKRENNUKERFIá öll hús – allsstaðar

Úrval lita á lager

www.ishusid.is ∑ S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur

Stundum þarf maður bara smá frið

hljóðlátu vifturnar

íshúsið

Page 3: Vidhald 08 04 2016

w w w. h u s a . i sByggjum á betra verði

BYGGJUM Á BETRA VERÐI

Við teiknum pallinn fyrir þig í þrívídd

Bjarnheiður Erlendsdóttir garðahönnuður teiknar sólpallinn fyrir þig í þrívídd.

Þannig sérð þú hvernig hann mun koma út fullsmíðaður.

Sérfræðingar okkar gefa þér svo tilboð í efnið og ráðgjöf við pallasmíðina.Pantaðu tíma í síma525 3000

Pallaklæðning AB gagnvarin fura28x95mm628600

215 kr/lm

VERÐ FRÁ

PALLAEFNI Á BETRA VERÐI

Pallaefni 45x95 mm645600

295 kr/lmVERÐ FRÁ:

Skjólveggjaklæðning 21x95 mm621600

185 kr/lm

Pallaklæðning AB gagnvarin fura28x120 mm628700

245 kr/lmVERÐ FRÁ:

VERÐ FRÁ

Gluggar sem endast!Allir gluggar Rationel eru vottaðir og slagveðursprófaðir og henta því einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Gott og vandað gæðahandverk á mjög góðu verði. Nánari upplýsingar veita Tjörvi Skarphéðinsson og Ragnar Baldursson í síma 525 3000

AURATRÉ

AURAPLUSTRÉ/ÁL

AURATRÉ

AURAPLUSTRÉ/ÁL

129.900 kr

VERÐ FRÁ:

Bílskúrs-hurðir

Sérpöntum

marga liti

og útfærslur

Úti-hurðir

Innihurðir á betra verði

InnihurðHvít, slétt, 60 cm, 70 cm, 80 cm eða 90 cm. Karmur fylgir ekki93330-33

11.900kr

Page 4: Vidhald 08 04 2016

Hugsaðu vel um pallinn

Nú er kominn tími til þess að huga að pallinum og skoða hvernig hann kemur undan vetri. Að ýmsu er að hyggja til þess að halda honum vel við.

■ Byrjið á því að sópa vel og taka allt af pallinum.

■ Skoðið allar skrúfur og nagla vel, skiptið um þá sem eru ryðgaðir eða fúnir.

■ Hreinsið pallinn vel, hægt er að nota viðarhreinsi og skrúbba vel með bursta með stífum hárum.

■ Látið pallinn þorna alveg ef þið ætlið að lakka hann eða bera á hann viðarvörn.

■ Pússið yfirborðið með sand-pappír og sópið vel áður en þið hefjist handa við að bera á pall-inn.

■ Passið ykkur að vera með hanska og klút fyrir vitum þegar þið eruð að nota lakk eða önnur sterk efni.

■ Ekki gleyma að skoða veður-spána áður en þið hefjist handa. Það er vont að það byrji að rigna á blautt lakk eða viðarvörn.

■ Þegar þú hefur gert pallinn hreinan og fínan má fara að huga að því hvernig þú ætlar að nýta hann í sumar. Grillið á væntanlega sinn stað sem og garðhúsgögnin. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið til þess að gera pallinn að ein-stökum griðastað.

■ Hafið nóg af lifandi blómum og leyfið jafnvel börnunum að planta í eigin blómapott og leyfið þeim að sjá um þau sjálf.

■ Útbúið kryddjurtakassa.

■ Notið vörubretti til þess að búa til sófa eða jafnvel lítið eld-stæði. Pinterest er uppfullt af frábærum hugmyndum hvernig má nota vörubretti.

■ Hengirúm eru alltaf skemmtileg og það má einnig nota Pinterest til þess að finna góða útfærslu á þeim.

4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Viðhald húsaÁtt þú gamalt hús sem þarf að gera við - hvar á að byrja?

Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17 og á sama tíma í síma 411 6333.

HÚSVERNDARSTOFA

Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa.

Page 5: Vidhald 08 04 2016

Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð

og samþykkt af Mannvirkjastofnun.

Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna

og léttir þrif.

StigahúsateppiStigahúsateppiStigahúsateppiStigahúsateppiStigahúsateppiStigahúsateppiStigahúsateppiStigahúsateppi

Mælum og gerum tilboðán skuldbindinga og kostnaðar

Sérverslun með teppi og parket

Mikið úrval!

Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888

www.parketoggolf.is

Page 6: Vidhald 08 04 2016

6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Viðhald húsa

Sigurður Helgi Guðjóns-son, formaður Húseigend-afélagsins, segir að það sé skammgóður vermir að spara í undirbúningi framkvæmda.

Góður undirbúningur í hvívetna er mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsfram-kvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og einnig röngu vali á verktökum.

Hvernig á að undirbúa?Ekki er til nein einhlít regla um það. Verk eru mismunandi og aðstæður sömuleiðis. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðum. Þegar hún er komin er rétt að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand húss-ins og viðgerðarþörf. Í því ástands-mati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi ásamt sundurliðuðum verkliðum með áætluðum magntölum. Húseig-endur eru hvattir til að snúa sér til tæknimanna og fyrirtækja sem fram-kvæma slíkt mat en framkvæma þau ekki sjálfir eða fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á magntölum og verklýs-ingu samkvæmt ástandsmati. Við stærri verk eru úttektaraðilarnir jafnan fegnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði. æ

Skýr, skriflegur verksamningurAð velja verktaka er ekki auðvelt verk. Þannig er alls ekki víst að sá sem býð-ur lægst sé með hagstæðasta boðið þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri atriða svo sem hvort verktaki hafi full-nægjandi fagréttindi, hvort af honum fari gott orðspor og hvort hann virð-ist fjárhagslega burðugur til að ljúka verki. Þegar verktaki hefur verið val-inn er gengið til samninga við hann. Seint verður nægjanlega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Allt of algengt er að enginn skriflegur samn-ingur sé gerður eða að ekki sé vand-að til samningsgerðar að öðru leyti. Skapar það hættu á óþarfa ágreiningi og deilum síðar meir um atriði sem hæglega hefði mátt koma í veg fyrir með skýrum og ítarlegum samnings-ákvæðum.

Svartir sauðirÍ þessum geira eða bransa eru því miður margir svartir sauðir sem oft

hafa enga eða takmarkaða fagþekk-ingu á viðgerðum. Þessir aðilar bjóða gjarnan töfralausnir, bæði í efnum og aðferðum. Húseigendur þurfa að varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og enginn verksamningur gerður og jafnvel um vinnu að ræða án reikn-ings, sem er ekki eingöngu ólöglegt heldur stórvarasamt. Án fullgilds reiknings hefur húseigandi ekkert í höndunum sem sannar hvað var gert eða að viðeigandi verktaki hafi yfir-leitt komið nálægt verki og húsinu.

Reikningslaus viðskipti lögbrotÞví miður eru töluverð brögð að reikningslausum viðskiptum og virð-ast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt of-metur verkkaupi hag sinn í þeim við-skiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagn-vart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikilvægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, ef reikningar frá verktaka eru full-gildir.

Aðkoma byggingarfulltrúaVegna steypuviðgerða, sem hafa í för með sér niðurbrot og endurgerð hluta burðarvirkja, klæðninga og glugga-skipta verður að afla byggingarleyf-is. Ef fyrirhugaðar eru viðgerðir á sprungum og múr nægir að tilkynna það til byggingarfulltrúa með skrif-legri greinagerð um eðli verksins, hver hafi með því eftirlit og sjái um framkvæmd þess. Þess er krafist að iðnmeistarar standi fyrir fram-kvæmdum slíkra viðhaldsverka. Þeir skulu hafa sérþekkingu á viðhalds-vinnu og árita yfirlýsingu hjá bygg-ingafulltrúa um ábyrgð sína.

Uppgjör og eftirmál

Í minni verkum er oft svo um samið að fasteignareigandi inni verkkaup af hendi í einni greiðslu þegar verki er lokið. Í stærri verkum tíðkast það hins vegar að greitt er eftir framvindu verksins. Þá er nauðsynlegt að fast-eignareigandi fylgist sem best með framvindu verksins og að reikningar verktaka séu sundurliðaðir og skýrir. Lokauppgjör á síðan að fara fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram. Komi þá fram við skoðun að verk sé að einhverju leyti gallað getur fast-eignareigandi skorað á verktaka að bæta úr og ljúka verkinu á fullnægj-andi hátt.

GallarJafnvel þótt fasteignareigandi eða eftirlitsaðili á hans vegum hafi tek-ið verkið út nákvæmlega við verk-lok geta síðar komið í ljós gallar á verkinu. Lög mæla svo fyrir um að fasteignareigandi skuli í síðasta lagi tveimur árum eftir að verki lauk að hafa uppi athugasemdir um galla því eftir þann tíma er réttur hans til að bera þá fyrir sig fallinn niður. Réttur til að bera fyrir sig galla á verki getur þó fallið niður fyrr þar sem lög áskilja að verktaka sé tilkynnt án verulegs dráttar um gallanna eftir að fasteign-areigandi varð þeirra var. Tryggi-legast er að hafa uppi slíkar athuga-semdir skriflega.

Góður undirbúningur er lykilatriði

Sigurður Helgi Guðjónsson.

flísar fyrir vandlátaPORCELANOSA

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Fyrir pallinn og stéttina

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

Fyrir pallinn og stéttinaFyrir pallinn og stéttina

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.

4.390

Mako penslasett

590

Bio Kleen pallahreinsir

8955 lítrar kr. 3.295

Landora tréolía

2.690Meister fúgubursti með krók #4360430

2.690 (með auka vírbursta)

Lavor Galaxy 140 Háþrýstidæla 140 Max Bar450 lítrar/klst1900W9 kg

19.990

Page 7: Vidhald 08 04 2016
Page 8: Vidhald 08 04 2016

Þjónustuauglýsingar

Auður I. Ottesen og eigin-maður hennar fluttu á Selfoss eftir hrun. Þau keyptu gamalt funkishús og hreinsuðu allt út úr því. Þau hafa síðan tekið allan garðinn í gegn og vinna nú að endurbótum á bílskúrnum.

„Ég er að verða sextug og þetta er afmælisgjöf til mín, að fara að smíða aftur,“ segir Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.

Auður vinnur þessa dagana að endurbótum á bílskúr við hús sitt á Fossheiði á Selfossi. Hún og eigin-maður hennar, Páll Jökull Péturs-son, hyggjast nýta bílskúrinn, sem er 36 fermetrar, vel því þar á að vera lagergeymsla, smíðaverkstæði fyrir Auði og salur þar sem Auður getur haldið námskeið og Páll sýnt myndir sínar.

Í kjól á gröfunniAuður lætur ekki sitt eftir liggja í framkvæmdunum enda er hún menntaður smiður og starfaði við smíðar áður en hún sneri sér að garðyrkju. „Ég múra líka og legg rafmagnsleiðslur og geri bara það sem þarf að gera,“ segir hún en fólk sem þekkir til Auðar segir að framkvæmdagleðin sé slík að hún sé alltaf að og gangi jafnvel til verka klædd í kjól.

„Já, ég er mikið í kjólum á sumrin og berfætt. Svo var það eitt sumarið þegar kallinn fór í ljósmyndaferð að ég tók framgarðinn alveg í gegn. Ég setti bara á mig svuntu og mokaði allan garðinn með gröfu. Þarna var ég í ellefu daga. Það fannst mörgum skrítið að sjá miðaldra konu í kjól og með svuntu á gröfu. Ég tók gröfupróf fyrir löngu og það er voða lítið mál. Maður þarf bara að samræma fjórar hreyfingar og svo er helsta áskorunin að brjóta engar rúður.“

Hún er vön því að sumum finnist skrítið að sjá hana í hefðbundnum karlastörfum. „Þegar ég var að smíða árið 1981 áttu þeir það til að taka af mér hamarinn, alveg ósjálf-rátt. Og ef ég er á loftpressu vilja þeir taka hana af mér líka,“ segir hún í léttum dúr.

Hreinsuðu allt út úr húsinuAuður og eiginmaður hennar bjuggu í Reykjavík en fóru að hugsa sér til hreyfings í kjölfar hrunsins. „Við vildum byrja upp á nýtt og við erum bæði Sunnlendingar. Við fundum þetta fína fúnkis-hús og fengum það á góðu verði frá banka. Það var reyndar ekki að ástæðu-lausu því það var sveppur í húsinu og 1.100 köngulær, það var alveg hersetið af köngulóm. Við sáum strax möguleikana við þetta hús og stærsti kosturinn var að það var ekkert búið að gera í garðinum, hann var mjög vanhirtur,“ segir Auður.

Auður og Páll hreinsuðu allt út úr húsinu þegar þau fengu það afhent. Þau skiptu um lagnir og endurnýj-uðu bókstaflega allt. „Við vorum í þrjá mánuði að gera húsið íbúðar-hæft. Ég braut sjálf allt niður með loftpressunni,“ segir Auður.

Hún segir að síðan þau fluttu inn hafi þau ekki ráðist í stórar fram-kvæmdir í húsinu, umfang þeirra hafi einfaldlega ráðist af því hvað þau hafi átt af peningum hverju sinni. „Okkur finnst gaman að það sé ekki allt fullkomið hjá okkur. Við fengum okkur til dæmis heitan pott áður en við fengum sturtu og bað-herbergið var ekki tilbúið fyrr en á þriðja sumri. Svo hef ég ekki sett gereftin á dyrakarmana þó ég eigi efnið tilbúið. Við erum bara með fullt af blómum til að gera þetta heimilislegt. Það verður líka að

segjast að við höfum látið garðinn ganga fyrir. Framkvæmdir í hús-inu hafa goldið fyrir hann enda er garðurinn nú nánast fullkominn.“

Drekkur eigið kaffi á afmælinuEins og áður sagði verður Auður sextug í sumar og eitt af því sem hún hefur einsett sér að gera af því tilefni er að drekka kaffi sem hún framleiðir sjálf. Auður og Páll fengu kaffiplöntu að gjöf þegar þau fluttu inn í húsið og er plantan nú farin að

gefa af sér dýrindis kaffibaunir. „Plantan var 40 sentímetrar á

hæð en er nú að nálgast 1,5 metra. Á öðru ári gaf hún af sér 6-7 baunir en nú er hún farin að blómstra á mismunandi tímum árs. Berin eru fyrst græn, svo gul og loks brún að lit og svo kroppar maður utan af henni. Þessar baunir ætla ég að brenna og mala og drekka svo á afmælisdaginn.“

Þessi kaffiplanta gefur ágæta hug-mynd um umfang ræktunarinnar

sem Auður og Páll eru með heima hjá sér. Þar eru þau bæði með heitt og kalt gróðurhús og rækta bæði hefðbundnar tegundir en líka ætiþistla, apríkósur og sitthvað fleira sem flestir kaupa sér bara úti í búð. „Ég hyggst vera nokkuð sjálf-bær með ávexti, ber, grænmeti og krydd í framtíðinni.“ | hdm

Í sumarkjól á skurðgröfu í garðinum

Kaffiplanta Auðar er orðin stór og myndarleg. Á sextugsafmæli sínu

í sumar ætlar Auður að drekka kaffi úr baunum af plöntunni.Hjónin Páll Jökull og Auður í kaffipásu í framkvæmdum.

Auður gengur í öll störf við smíðar og garðvinnu. Hér er hún á skurðgröfunni úti í garði. Myndir | Páll Jökull

Auður er nú á fullu við að taka bíl-skúrinn hjá sér í gegn. Hér er hún

að byrja á millivegg sem lokar af smíðaherbergið hennar í skúrnum.

Fleiri myndir á frettatiminn.is

8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Viðhald húsa

Page 9: Vidhald 08 04 2016

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

VÖNDUÐ & VISTVÆN VIÐARGÓLFKÄHRS PARKET BORÐLEGGJANDI GÆÐI

TEGUND: EIK STURE

Page 10: Vidhald 08 04 2016

HÖRKU PLANKA HARÐPARKETFYRIR SUMARHÚS, FYRIRTÆKIHÓTEL OG HEIMILI

VERÐ FRÁ 1.495 kr. m²MARGAR NÝIR LITIR OG YFIR 50 TEGUNDIR10 - 12 og 14 mm þykkt. 25-35 ára ábyrgð

TEGUND: ROOMS LOFT R1006

Page 11: Vidhald 08 04 2016

HÖRKU PLANKA HARÐPARKETFYRIR SUMARHÚS, FYRIRTÆKIHÓTEL OG HEIMILI

VERÐ FRÁ 1.495 kr. m²MARGAR NÝIR LITIR OG YFIR 50 TEGUNDIR10 - 12 og 14 mm þykkt. 25-35 ára ábyrgð

TEGUND: ROOMS LOFT R1006

Page 12: Vidhald 08 04 2016

FLÍSAR FYRIR FAGURKERAÍTÖLSK GÆÐI OG GLÆSILEIKI

LJÚKTU UPPSTERKAR OG HLJÓÐEINANGRANDIINNIHURÐIREinfaldar í uppsetningu - fjölbreytt úrval. Gæði og gott verð!

Sími 516 0600 - www.birgisson.is

Page 13: Vidhald 08 04 2016

Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

10 ára ábyrgð

www.isleifur.is

Hjá okkur eru ofnar hitamál

Með smá vinnu geta garð-húsgögnin litið út eins og ný

Garðhúsgögnin eiga það til að missa sjarmann með árunum ef þau fá ekki sæmilegt viðhald. Þetta á sér í lagi við ef þau standa úti yfir veturinn. Með smá vinnu má hressa upp á þau og gera viðarhús-gögnin fín að nýju.

■ Gott er að setja undirbreiðslu undir viðarhúsgögnin til að vernda svæði fyrir óæskilegum efnum.

■ Við byrjum á að spreyja viðar-hreinsi á allan viðarflötinn. Athugið að mismunandi efni geta verið með mislanga virkni.

Lesið því allar leiðbeiningar vel áður en efnin eru notuð.

■ Skrúbbum húsgögnin með stíf-um bursta og sköfum grámann í burtu.

■ Skolum af með vatni, ef há-þrýstidæla er til staðar er fínt að notast við hana.

■ Látum viðinn þorna vel.■ Slípum létt yfir með sandpappír.■ Setjum undirbreiðslu undir til

að verja pallinn fyrir viðarolí-unni.

■ Tökum viðarolíuna og berum hana á með pensli eða svampi.

■ Þurrkum umframolíuna af borðinu með tusku eða bóm-ullarklút.

Heimild: Byko.is.

Hresstu upp á garðhúsgögnin

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Viðhald húsa

Page 14: Vidhald 08 04 2016

14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Kynningar | Viðhald húsa

Unnið í samstarfi við Verksýn

Verksýn ehf. er tækniþjónusta með sérhæfingu á sviði viðhalds og endurbóta á mannvirkjum, innandyra sem utan. Við höfum

einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf með nýframkvæmdum. Þá starfar fyrir-tækið við almenna framkvæmdaráð-gjöf, við álitsgerðir, byggingastjórnun og hönnun mannvirkja. Frá stofnun fyrir-tækisins árið 2006 hefur starfsmönnum fjölgað jafnt og þétt og í dag starfa 8 starfsmenn hjá Verksýn.

Viðskiptavinir okkar eru t.d. einstak-lingar, fyrirtæki, stofnanir, fasteigna-félög og húsfélög. Markmið okkar er að mæta þörfum viðskiptavina okkar á besta mögulega hátt með nýtingu þeirrar þekkingar og þess mannauðs sem við búum yfir.

Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af störfum við mann-virkjagerð og við viðhald og endurbæt-ur mannvirkja.

Verksýn starfar eftir gæðakerfi sem vottað er af Mannvirkjastofnun.

Fagþekking Starfsmenn Verksýnar hafa víðtæka reynslu af ráðgjöf um viðhald fast-eigna. Þeir búa yfir mikilli fagþekkingu á iðngreinum, sem er ein af helstu undirstöðum vandaðrar og faglegrar ráðgjafar.

Verksýn hefur á að skipa fjölda bygg-ingafræðinga og iðnmeistara. Sérstök hæfni þeirra í greiningu á byggingar-skemmdum og þekking á bygginga-tækni tryggir gæði í skipulagningu, útfærslu, rekstri og viðhaldi fasteigna.

Ástandsskoðun Verksýnar Ástandsskýrsla er það tæki sem fasteignaeigendur og forsvarsmenn hús-félaga hafa til að leggja mat á viðhalds-þörf á hverjum tíma. Ástandsskýrslan gefur glögga mynd af viðhaldsþörf næstu árin og er áreiðan-legur grundvöllur ákvarðanatöku.

Árleg viðhaldsþörf fasteigna Út frá reynslutölum er áætlað að 1-2% af verðmæti fasteigna þurfi til að mæta eðlilegu viðhaldi þeirra á hverju ári. Með því að grípa tímanlega inn í óhjá-kvæmilegt „hrörnunarferli“ er hægt að minnka framkvæmdakostnað verulega.

Lagnir Viðhald lagna krefst vandaðs undir-búnings, enda er oft um mjög kostn-aðarsamar framkvæmdir að ræða. Við veitum ráðgjöf varðandi: grunn- og jarðlagnir hita- og neysluvatnslagnir.

Ókeypis námskeiðVerksýn býður stjórnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhalds-framkvæmda. Farið er yfir feril við-haldsframkvæmda á fjölbýlishúsum. Námskeiðin eru haldin að Síðumúla 1, Reykjavík og eru opin öllum stjórnar-mönnum húsfélaga, þeim að kostnaðar-lausu. Skráning með tölvupósti á [email protected] eða í síma 517 6300.

Útboðsgögn Útboðsgögn eru lykilgögn eigenda þegar kemur að framkvæmdum. Verk-sýn býður út tugi framkvæmda á hverju ári. Með útboðsgögnum er tryggt að verktakar bjóði í verkið á sama grund-velli, að eigendur eigi auðvelt með að meta tilboðin og eftirlit með verklegum framkvæmdum.

Fagþekking og vönduð ráðgjöfHjá Verksýn starfa sérfræðingar sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af viðhaldi og endurbótum

Reyndur umsjónaraðiliÞegar ráðist er í viðhaldsframkvæmdir er nauðsynlegt að hafa reyndan umsjónar- og eftirlitsaðila með verkinu. Sem eftirlitsaðili tryggir Verksýn að verktaki sinni þeim skyldum sem á hann eru lagðar samkvæmt ákvæðum útboðsgagna:

1. Að ábyrgir iðnmeistarar séu skráðir á viðeigandi verkliði 2. Fer yfir allar tryggingar verktaka 3. Yfirfer tæknilegar upplýsingar 4. Yfirfer verkáætlanir 5. Eftirlit með framgangi framkvæmda 6. Eftirlit með vinnubrögðum og umgengni 7. Leysir úr óvissuatriðum 8. Stjórnar verkfundum 9. Ritar fundargerðir 10. Fer yfir reikninga frá verktaka 11. Hefur umsjón með úttektum 12. Samskipti við íbúa 13. Varðveitir gögn í 10 ár eftir verklok

Kostnaður við umsjón og eftirlit skilar sér til eigenda í hagkvæmni og meiri gæðum framkvæmda.

Verksýn býður stjórnum hús-félaga til námskeiðs í undir-búningi viðhaldsframkvæmda. Farið er yfir feril viðhaldsfram-kvæmda á fjölbýlishúsum. Reynir Kristjánsson stofnaði Verksýn árið 2006 og hefur stýrt fyrirtækinu síðan.

Átta starfsmenn eru nú hjá Verksýn.

Page 15: Vidhald 08 04 2016

• Ástandsskýrslur• Útboðsgögn• Teikningar/hönnun• Verksamningar• Umsjónogeftirlit• Verkefnastjórnun

Við leggjum áherslu á virðingu fyrir eldri hönnun og teljum það skyldu okkar að stuðla að varðveislu íslenskrar byggingasögu.

Page 16: Vidhald 08 04 2016

16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Unnið í samstarfi við Eignaumsjón

Það er því miður staðreynd að viðhaldi fasteigna á Íslandi er víða mjög ábótavant og oftar en ekki er beðið of lengi með

að framkvæma eðlilegt viðhald þeirra. Starfsfólk Eignaumsjónar kannast vel við þetta og segir að algengt sé að til þess komi húsfélög þar sem ástand fasteignar er orðið mjög slæmt. Ís-lenska aðferðin hefur lengi verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir þangað til í óefni er komið með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglu-bundnu viðhaldi.

Langtíma viðhaldsáætlunEn hvað er þá reglubundið viðhald og hvernig er best að sinna og fram-kvæma eðlilegt viðhald? Ein leið, að mati starfsfólks Eignaumsjónar, er að gera viðhaldsáætlun til lengri tíma. Í viðhaldsáætlun er sett upp skilmerkilega hvaða verkefni þarf að framkvæma einu sinni á ári, hvaða verkefnum þarf að sinna á 1-3 ára fresti, 3-5 ára á fresti og svo fram-vegis.

Hjá nágrönnum okkar á Norður-löndum hafa slíkar viðhaldsáætlanir verið gerðar mjög lengi með góðum árangri og sýnir reynslan að góð langtímaáætlun í viðhaldi fasteigna leiðir til lægri kostnaðar. Starfsfólk Eignaumsjónar leggur nú ríkari áherslu á að viðskiptavinir fyrir-tækisins fari að hugsa um viðhald fasteigna sinna til lengri tíma.

Samráð eigendaEigendur í fjölbýli þurfa að koma sér saman um rekstur, viðhald og fjármál á löglega boðuðum fundum. Mál sem tengjast viðhaldi fasteignar eru því, eins og áður sagði, oft ekki rædd eða skilgreind nógu vel enda skortir oftar en ekki þekkingu. Nokkrar leiðir eru í stöðunni en hér að neðan er einfalt dæmi sem Eignaumsjón notar til að ráðleggja viðskiptavinum sínum: • Boða til löglegs húsfundar með

eigendum þar sem fundarefni er t.d „Viðhaldsáætlun næstu 7-10 ára“.

• Fá samþykkt fundarins til þess að ráða sérfróðan aðila til þess að gera ástandsskýrslu og kostnaðarmat á viðgerðum og viðhaldi.

• Viðhaldsáætlun næstu 7-10 ára lögð fram á húsfundi með sundur-liðun á aðgerðum og kostnaði vegna þeirra.

• Nauðsynlegar aðgerðir og viðhald sem strax þarf að framkvæma.

• Viðhald og viðgerðir næstu 1-3 ára.• Næstu 3-5 ára.• Næstu 5-10 ára.

Þegar slíkar áætlanir eru gerðar minnka líkur á óvæntum viðhalds-kostnaði, verðgildi eignarinnar heldur sér, heildarmynd fæst á allan rekstur og viðhald hússins ásamt því að greiðsludreifing í framkvæmdasjóð verður jafnari. Þannig helst fasteign í góðu og stöðugu ástandi. Þetta er í raun ekki eins flókið og margir ætla.

Einnig þarf að vanda vel til verka um efnisval og gæði þeirra vöru sem notuð er til viðhalds og viðgerða í dag. Oft eru notaðir of ódýrir kostir við viðhald og viðgerðir á húsum sem eru í raun einskonar „einnota“ aðgerðir. Staðreyndin er sú að betra er að fjárfesta í góðum vörum sem oft eru dýrari í innkaupum en hafa lengri og betri endingartíma og verða þarf af leiðandi hagkvæmari þegar til lengri tíma er litið.

Hvenær er „rétti tíminn“ fyrir viðhald?Eignaumsjón er leiðandi í heildarþjónustu í rekstrarumsjón bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis

Eignaumsjón – þjónusta við eigendur fasteignaEignaumsjón hefur verið leiðandi í heildarþjónustu í rekstrarumsjón bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Í raun er Eignaumsjón skrifstofa húsfélags og heldur utan um fjármál og bókhald, sér til þess að aðal- og húsfundir séu haldnir ásamt útvegun og öflun tilboða í aðkeypta þjónustu og útvegun verktaka í minniháttar viðhaldsverk. En einnig er mikilvægt að koma viðhaldsframkvæmdum í farveg með öflun tilboða frá fagaðilum í gerð á ástandsskýrslum og kostnaðarmati við gerð viðhaldsáætlana.

Eignaumsjón hefur þróað öflugan hugbúnað sem er sérsniðinn að þörfum hús- og rekstrarfélaga sem miðar m.a. að því að safna saman dýrmætum gögnum og sögu viðkomandi fasteignar. Með þessum búnaði, ásamt öflugu starfsfólki með haldgóða menntun og reynslu, mun Eigna-umsjón áfram leitast við að aðstoða eigendur fasteigna af fremsta megni.

Starfsfólk Eignaumsjónar leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir sínir hugsi um viðhald fasteigna til lengri tíma.

Hyrjarhöfði 8 110 Reykjavík Sími 577-1090 Netfang: [email protected] www.vikurvagnar.is

Bjóðum við upp á endingar- góðar og hentugar kerrur, bæði íslenskar og frá Ifor Williams

Höfum kerrur á staðnum til sýnis

Seljum einnig og setjum undir dráttarbeisli á allar gerðir bíla

Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN

Page 17: Vidhald 08 04 2016

|17FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Unnið í samstarfi við Áltak

Þessari vöru fylgir nær ekkert umhverfisrask og hægt er að fjarlægja jarðvegsskrúfurnar án nokkurrar fyrirhafnar.

Þetta sparar tíma og kostnað í tengslum við uppgröft og steypu-vinnu,“ segir Hildur Sigurðardóttir verkfræðingur um þessa nýjung sem einfaldar verulega ferlið sem fylgir því að hefja framkvæmdir. Skrúfurn-ar koma í öllum stærðum og gerðum en það fer eftir hvers konar jarðveg er verið að vinna með og hvers lags framkvæmdir. Dýrleif Arna Guð-mundsdóttir, sem einnig starfar sem verkfræðingur hjá Áltaki, segir jarð-vegsskrúfurnar afar hentugar fyrir sólpalla, til að mynda. „Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta aðferðin er að grafa holur og steypa hólka. Þetta tekur tíma og steypan þarf að harðna. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna.“

Skrúfurnar í skottið og í sveitinaSumarbústaðaeigendur margir hverjir þekkja vel brasið með að aka með steypu og hólka þegar byggja á pall. Jarðvegsskúfurnar útiloka þessa snúninga sem fyrir sumum hafa letjandi áhrif á framkvæmda-gleðina. „Með þessu þarf ekki alltaf að vera að keyra á milli. Þú tekur bara skrúfurnar og vélina með, getur jafnvel bara skellt því í skottið. Svo er bara brunað í sveitina, skrúfurnar boraðar niður og byrjað að smíða pall,“ segir Hildur.

Festa niður trampólínJarðvegsskrúfurnar eru til ýmissa hluta nytsamlegar, ekki bara sem undirstöður fyrir stærri framkvæmd-ir. „Við erum með minni skrúfur til þess að festa trampólín niður þannig að í óveðri eru þau ekki fjúkandi um allan bæinn og valda tjóni. Það þarf ekki nema tvær til þrjár skrúfur og kostar skrúfan 2.500 krónur,“ segir Dýrleif og bætir Hildur við að þetta sé frábær lausn fyrir þau sem ekki hafa kost á því að geyma trampólínin inni þegar veður geisa.

Tólf á innan við klukkustundÞað er afar einfalt að koma skrúf-unum fyrir og fólk getur komið í Áltak og sótt bæði skrúfurnar og skrúfvélina og fengið grunnkennslu í notkun vélarinnar. Síðan er mælt fyrir skrúfunum og það eina sem þarf að gera er að bora skrúfurnar niður og undirstöðurnar eru tilbúnar. „Við settum upp sýningarpall hér hjá okkur sem í þurfti 12 skrúfur. Á innan við klukkustund voru allar 12 skrúfurnar komnar niður og hægt var að byrja á pallinum,“ segir Dýrleif.

Áltak og RekverkEf um stærri framkvæmdir er að ræða, eða ef fólk vill nýta sér þæg-indin, bendir Áltak á Rekverk sem veitir afar fagmannlega þjónustu við að koma skrúfunum fyrir. „Þeir eru okkur innan handar og eru að þjónusta bæði stór og smá verk. Þar er mikil fagmennska til staðar og við mælum með þeim þegar um stærri framkvæmdir er að ræða.“

Hægt að byrja á pallinum straxJarðvegsskrúfur frá Áltaki henta vel fyrir t.d. skilti, sólpalla, fánastangir, smáhýsi, skýli, göngustíga og jafnvel trampólín

Dýrleif, t.v. og Hildur eru verkfræðingar hjá Áltaki sem sérhæfir sig meðal annars í jarðvegsskrúfunum.

Áltak bendir á Rekverk sem veitir afar fagmann-

lega þjónustu við að koma skrúfunum fyrir.

Jarðvegsskrúfurnar auðvelda hvers kyns

framkvæmdir til muna.

Page 18: Vidhald 08 04 2016

18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Unnið í samstarfi við Skúf

Skúfur mottuhreinsun tekur að sér að hreinsa teppi, stein-teppi, rúmdýnur, húsgögn og mottur og leggur meðal

annars áherslu á heildarlausnir fyrir hótel og fyrirtæki varðandi þrif á teppum og húsgögnum.

„Við erum sérhæfðir í mottu-hreinsun og erum með mottu-hreinsunarstöð okkar í Vesturvör 22, þar sem er opið alla virka daga milli klukkan 16 og 18,“ segir Bjarni Árnason, eigandi Skúfs. Faðir hans stofnaði fyrirtækið fyrir 30 árum en Bjarni rekur það í dag og er með tvo starfsmenn.

Skúfur hreinsar einnig teppi, steinteppi og húsgögn fyrir fyrir-tæki. „Við getum unnið á öllum tímum sé eftir því óskað, líka um helgar og á kvöldin. Við gerum tilboð í stærri verkin og notum blauthreinsiaðferðir. Einn-ig höfum við nýlega byrjað með þurrhreinsiaðferð sem virkar vel fyrir hótel og fyrirtæki sem má ekki trufla mikið vegna hávaða,“ segir Bjarni.

Þó að fyrirtækjaþjónusta sé stór hluti viðskiptavina Skúfs eru ein-staklingar farnir að nýta sér þjónust-una í sífellt meira mæli. „Starfsfólk okkar mætir á heimili og hreinsar húsgögn eða rúmdýnur með sem minnstri truflun og fyrirhöfn. Einnig hreinsum við leðurhúsgögn og þá er leðrið bæði hreinsað og olíuborið.

Alhliða hreinsun á teppum, mottum og húsgögnumBjarni Árnason tók við rekstri Skúfs af föður sínum og sérhæfir sig í mottuhreinsun

Nota eingöngu viðurkennd hreinsiefniCarpet and Rug Institute, CRI, gefur út viðurkenningu á hreinsiefnum sem stofnunin mælir með og standast kröfur í Bandaríkjunum. Skúfur notar eingöngu efni sem hafa fengið þessa viðurkenningu eða aðrar sambærilegar viðurkenningar.

Bjarni Árnason, eig-andi Skúfs, tekur að sér að hreinsa teppi

og ýmislegt fleira.

Unnið í samstarfi við Lásaþjónustuna ehf.

Lásaþjónustan ehf. veitir ráð-gjöf á heimilum fólks og er með neyðarþjónustu þegar fólk læsir sig úti eða lendir í

vandræðumLásaþjónustan ehf. sérhæfir

sig í lásaviðgerðum og lyklasmíði. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfrækir það verslun og verkstæði á Grensásvegi 16. Auk þess er fyrir-tækið með neyðarþjónustu.

„Við hjálpum fólki að opna hús, bíla og hirslur. Þá hjálpum við líka fólki í vandræðum, þegar lyklar eru fastir í eða brotnir og lögum læsingar og fleira á staðnum,“ segir Arnar Freyr Jónsson, starfsmaður Lásaþjónustunnar. „Við erum mjög lausnamiðað fyrirtæki og með ríka þjónustulund.“

Arnar og félagar hafa tekið að sér að yfirfara og stilla hurðarp-umpur og þjónusta mörg húsfélög. Þeir bjóða einnig upp á ráðgjöf á heimilum fólks. „Við getum komið og ráðlagt fólki hvað er best að gera í sambandi við glugga og hurðir. Nú, í þessari innbrotaöldu, skiptir máli að lásabúnaðurinn sé í lagi. Hann er veikasti hlekkurinn og oft það sem er verst gengið frá. Ef þú ert með lélega hurð eða glugga er ekkert mál að komast inn hjá þér. Við getum ráðlagt fólki hvað þarf að gera til að heimilið verði öruggara.“

Lásaþjónustan býður alhliða lyklasmíði og lásaviðgerðir. „Við sjáum bæði um húslykla og bíl-lykla og höfum til að mynda verið

að útbúa þessa forrituðu bíllykla og þjónusta fjarstýringar,“ segir Arnar Freyr. Auk þess eru allskonar handverkfæri til sölu í verslun Lása-þjónustunnar.

Hjá Lásaþjónustunni vinna í dag fjórir starfsmenn og hafa nóg að gera, að sögn Arnars Freys. „Þetta er sveiflukenndur bransi, eins og annað á Íslandi, en okkur hefur gengið vel. Við erum hægt og hægt að byggja okkur meira og meira upp.“

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á Lyklasmidur.is.

Alhliða lásaviðgerðir og lyklasmíði

Arnar Freyr Jónsson og félagar hans hjá Lásaþjónustunni bjóða upp á alhliða lyklasmíði og lásaviðgerðir. Auk þess

veita þeir ráðgjöf á heimilum fólks.

Mynd | Rut

Mynd | Rut

Lásaþjónustan ehf. sérhæfir sig í lásaviðgerðum og lykla-smíði. Lásaþjónustan býður alhliða lyklasmíði og lásavið-gerðir. „Við sjáum bæði um húslykla og bíllykla

Okkar mottó er að viðskiptavinum okkar finnist þægilegt að fá okkur inn á heimili sín og vingjarnlegt viðmót skili sér.“

Símanúmer Skúfs er 663 0553 og vefsíðan www.skufur.is. Einnig leita að Skúfur Mottuhreinsun á Facebook

Húsverndarstofa stendur fyrir fræðslufundi um viðhald og við-gerðir eldri húsa 18. maí næstkomandi í Kornhúsinu í Árbæjasafni.

Á fundinum verður fjallað um yfirborðsmeðhöndlun utan húss, málun útveggja, hurða, glugga og þaka. Fjallað verður um málun á timbri, steinsteypu, múr og málmum.

Á fundinum munu sérfræðingar á sviði málunar og utanhúss-viðhalds fjalla um verndun yfirborðs byggingarefna fyrir tæringu, fúa og öðru niðurbroti. Fjallað verður um mismunandi efni og að-ferðir við að hreinsa, verja, grunna og mála hús. Þá munu fram-leiðendur og söluaðilar málningar kynna þau efni sem þeir hafa á boðstólum og mun gestum gefast kostur á að prófa efni.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Hann stend-ur frá klukkan 16-18.

Ókeypis fræðsla um húsamálun

Fjallað verður um mismunandi efni og aðferðir við að hreinsa, verja, grunna og mála hús.

Page 19: Vidhald 08 04 2016

|19FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Unnið í samstarfi við Íspan

Gler er notað í sívaxandi mæli í ýmsum tilgangi. Hjá Íspan er úrvalið af gleri nán-ast óþrjótandi og þar má

til dæmis nefna spegla, lakkað gler, sólvarnargler, tvöfalt gler, sandblásið gler, hljóðvarnargler, öryggisgler, litað gler og svona mætti lengi telja. „Það er hægt að nota gler í nánast hvað sem er í dag. Við bjóðum upp á gler í glugga en það er aðeins brot af því sem hægt er að nota glerið í. Það er til dæmis gler í handrið og skjól-veggi sem margir eru að huga að þessa dagana,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson, gæðastjóri hjá Íspan.

Gler í sturtuna og eldhúsiðÞað færist sífellt í aukana að fólk noti gler inni á heimilum sínum. „Já þetta er mjög vaxandi, að fólk hafi gler milli innréttinga til dæmis í eld-húsinu hjá sér í staðinn fyrir flísar og fúgu og það kemur mjög huggulega út. Það er hægt að vera með gamalt eldhús og fríska upp á það með því að setja gler á milli skápa, meira að segja er hægt að setja gler yfir gamlar flísar og spara sér vinnu við að fjarlægja þær það getur flokkast sem gott viðhaldsverkefni,“ segir Ólafur Ragnar. Það eru líka dæmi um að fólk setji gler inni í sturtu-klefa, á vegginn, í staðinn fyrir flísar, svo möguleikarnir eru endalausir.

Gler í hvað sem erÍspan hefur starfað sleitulaust frá árinu 1969 og státar af glæsilegu úrvali af gleri af öllum gerðum

Hágæða gler frá 1969Þann 14. ágúst 1969 hóf Íspan starfsemi sína í 250 fermetra húsnæði í Skeifunni. Markmið fyrirtækisins var frá fyrsta degi að framleiða há-gæða einangrunargler og leitaðist í hvívetna við að búa verksmiðjuna fullkomnustu tækjum sem völ var á. Fyrirtækið dafnaði vel í Skeifunni og svo vel tóku iðnaðarmenn og húsbyggjendur framleiðslu Íspan að á vormánuðum árið 1971 var hafist handa við byggingu nýs verksmiðju-húss að Smiðjuvegi 7, þar sem við vorum frumbyggjar þess tíma, og þar erum við til húsa enn í dag. Á 110 dögum reis þar 2000 fermetra hús-næði sem hefur allt frá þeim tíma hýst framleiðslu og söludeild Íspan, en gegnum árin hefur verið byggt við og ýmsar aðrar breytingar gerðar á húsnæðinu til að aðlaga það breyttum tímum og aukinni starfsemi.

Fagmenn til ísetninga og uppsetningaÍspan leggur mikinn metnað í þjónustu við viðskiptavini sína. Meðal þjónustuþátta eru t.d. mælingar, tilboðsgerð, heimsendingar, leiga á sogskálum og öðrum búnaði til glerjunar. Seljum glerísetningarefni, þéttilista, skrúfur, kítti o.fl. Auk þess bjóðum við ýmsar festingar og aukahluti til uppsetninga á gleri og speglum. Íspan útvegar fagmenn til ísetninga og uppsetninga á öllu gleri og speglum og sérfræðiráðgjöf varðandi allt sem snýr að gleri og glerjun. Úrval glers og spegla er yfir-gripsmikið, einnig hert gler og öryggisgler.

Íspan hefur verið starfandi sleitulaust frá árinu 1969 og byggt upp góðan orðstír á þeim tíma.

Ólafur Ragnar segir að gler sé hægt að nota fyrir nánast hvað sem er í dag.

Myndir | Rut

Stúdentagarðarnir við Sæmundargötu hafa til að

mynda vakið mjög mikla at-hygli fyrir svalirnar sem skarta einmitt gleri frá Íspan, en það

er í öllum regnbogans litum.

Page 20: Vidhald 08 04 2016

Opið virka daga frá kl. 9:00 - 18:00Opið laugardaga frá kl. 11:00 - 16:00